Tix.is

Um viðburðinn

Óperudagar kynna:  

Hátíðarpassinn gildir fyrir einn á alla viðburði hátíðarinnar. Hátíðarpassann má sækja í Tjarnarbíó frá og með 15. október eða við inngang hvers viðburðar. Athugið að passinn gildir aðeins á eina sýningu á Þrymskviðu og eina sýningu á Trouble in Tahiti.

Kaffihúsið í Tjarnarbíó er opið virka daga frá kl. 10-16 og 11-17 um helgar. Auk þess má nálgast passann tveimur tímum fyrir sýningu á sýningardögum. Hægt er að taka frá sérstök sæti á viðburðina og fá nánari upplýsingar með því að senda okkur tölvupóst á operudagar@operudagar.is

Óperudagar í Reykjavík er spennandi sönghátíð þar sem boðið er upp á óperusýningar og fjölbreytta söngviðburði víðs vegar um borgina frá 20. október til 4. nóvember.

Tónlistarleikhúsið fær að flæða inn í króka og kima höfuðborgarinnar og ná til sem flestra íbúa. Byggt verður á reynslu Óperudaga í Kópavogi 2016 sem tilnefndir voru til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarhátíð ársins og vöktu mikla athygli fjölmiðla og í samfélaginu.

Möguleikar leynast í hverju horni þar sem áhersla er lögð á samruna listgreina, atvinnutónlistarmenn og nemendur troða upp og hitta borgarbúa bæði á förnum vegi og í menningarhúsum borgarinnar. Auk þess að glæða borgina lífi, hafa skipuleggjendur mikinn áhuga á að virkja þann gífurlega mannauð sem býr í klassískum söngvurum og samstarfsfólki þeirra og búa til nýjan starfsvettvang á Íslandi.