Tix.is

Um viðburðinn

Matthew Santos er fæddur í Bandaríkjunum árið 1982. Móðir hans er dönsk en faðir hans frá Suður Ameríku. Hann fór ungur að fikta við tónlist og myndlist, auk annarra listforma. Matthew er að upplagi þjóðlaga- og rokktónlistarmaður þó svo að hann hafi fyrst skotist upp á sjónarsviðið fyrir alvöru með samstarfi sínu við rapparann góðkunna Lupe Fiasco. Þess má geta að í ofursmelli Lupe Fiasco, Superstar, spilar Matthew stóra rullu með söng sínum sem og í fleiri lögum. Það var snemma ljóst að Matthew er hæfileikabúnt þegar kemur að lagasmíðum, söng og gítarleik. Hann hefur gefið út fjölda laga og platna, verið tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir samstarf sitt með Lupe Fiasco og spilað hjá þekktum þáttastjórnendum í Bandaríkjunum s.s. Letterman o.fl., auk þess komið fram á mörgum stórum tónlistarhátíðum t.a.m. Glastonbury, Lollapalooza Chicago, Coachella, Bonnaroo og fleirum. Það er mikill heiður að fá Matthew til Íslands og enn meiri heiður að fá hann til að spila í Hljómahöll í Reykjanesbæ þann 19. október n.k. en aðeins 100 miðar í boði á þennan magnaða tónlistarmann.