Tix.is

Um viðburðinn

Margrét Eir – Jólatónleikar

Margrét Eir er óumdeild jólarós okkar Íslendinga. Hún heldur nú jólatónleika sem ættu að finna jólabarnið í okkur öllum.

Í Fríkirkjunni í Hafnarfirði er auðvelt að finna jólaskapið enda skapar þetta hús einstaka umgjörð.

Þetta verður kvöld til að hverfa frá amstri hversdagsins og ströngum undirbúningi jólanna og njóta fallegrar tónlistar og afslöppunar.

“Jólin er tími til að njóta lífsins og hugsa um það sem okkur er mikilvægast eins og t.d. fjölskylda og vinir. Það er gott að geta hallað sér aftur, lokað augunum, slakað á og gleymt sér í smá stund og hlustað á fallega tónlist“  - kv Margrét Eir

Hljóðfæraleikarar:

Börkur Hrafn Birgirsson og Daði Birgisson

Tónleikarnir verða sem hér segir:

14.desember Fríkirkjan í Hafnarfirði kl 20:00