Tix.is

  • Frumsýnd 8. október
Um viðburðinn

Draumkennd og leyndardómsfull mynd eftir Lazlo Nemes, sem hlaut Óskarinn 2015 fyrir „Son of Saul“ sem besta erlenda myndin.

Sögusviðið er Ungverjaland fyrir fyrri heimsstyrjöld. Hin unga Irisz Leiter kemur til höfuðborgarinnar Búdapest í von um að gerast hattari í sögufrægi hattabúð sem var í eigu foreldra hennar. Áætlunin gengur hins vegar ekki sem sem skyldi. Á sama tíma er um það bil að sjóða upp úr í Evrópu, þar sem heimstyrjöld nálgast óðfluga.

Eins og með „Son of Saul“ er myndin einsog leiftur úr horfnum tíma, þar sem angurværðin svífur yfir meðan sólin sest í Austurrísk-Ungverska keisaradæminu.