Tix.is

  • Frumsýnd 8. október
Um viðburðinn

Kvikmyndagerðarkona og persónurnar í myndinni hennar hefja persónulega rannsókn á nánd. Touch Me Not fylgir tilfinningalegum ferðalögum Lauru, Tómasar og Christians í gegnum ólínulega frásögn sem er á óljósum mörkum milli skáldskapar og raunveruleika og veitir einstaka innsýn í líf þeirra.

Tómas Lemarquis fer með aðalhlutverkið í rúmensku kvikmyndinni Touch Me Not, sem hlaut Gullbjörninn sem besta kvikmyndin á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2018.

„Myndin er spunaverk sem unnin er milli leikstjóra og ‘leikara’ þar sem verið er að skoða nánd og ást, bæði líkamlega og andlega, kynferðislega og ókynferðislega.“ - Tómas í samtali við Fréttablaðið.

Stórkostleg verðlaunamynd sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara!