Tix.is

Um viðburðinn

*** ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR - AÐEINS EIN EFTIR - ÖRFÁ SÆTI LAUS - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA***

Eftir frábærar móttökur síðastliðinn vetur og góða sýningartörn í stórborginni Las Vegas er Hellisbúinn búinn að finna sér nýtt heimili í Ægisgarði og hlakkar til að skemmta Íslendingum að nýju.

Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.

Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann. Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp.

Í Ægisgarði lofum við frábærri kvöldstund, en Ægisgarður er þekktur fyrir stórkostlegt úrval af guðaveigum og enginn ætti því að verða þyrstur á meðan á sýningu stendur.

,,Salurinn hreinlega emjaði úr hlátri” - Fjarðarpósturinn

Fyrir hópabókanir, 10 eða fleiri vinsamlegast sendið póst á hopar@theatermogul.com

Ægisgarður er staðsettur að Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík (sama hús og Seglagerðin Ægir.)

Sýningin er 2 klst að lengd, eitt hlé. Húsið opnar klukkustund fyrir sýningu.