Tix.is

Um viðburðinn

Hátíðarpassi gildir á alla viðburði á Myrkum músíkdögum dagana 26. Janúar til 2. febrúar 2019.

Hátíðarpassar verða afhentir í Bismút, Hverfisgötu 82, frá föstudeginum 25. janúar og á meðan hátíð stendur milli kl. 12-17. Einnig verður hægt að nálgast hátíðarpassa á tónleikastað á undan öllum tónleikum hátíðarinnar. Passar eru afhentir gegn framvísun kvittunar fyrir miðakaupum eða e-miða.

Vinsamlegast athugið að sækja þarf miða í miðasölu Hörpu á eftirfarandi tónleika gegn framvísun passa og skilríkja: Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg, Zoë Martlew, Caput,  Myrkrabörn (barnatónleikar), Rafblandarinn og Kammersveit Reykjavíkur sem allir verða í Kaldalóni.


Myrkir Músíkdagar er tónlistarhátíð sem býður upp á metnaðarfulla dagskrá sem samanstendur af fjölda spennandi tónleika með samtímatónlist á dimmasta tíma ársins.

Á Myrkum músíkdögum í ár verður upp á einstaklega fjölbreytta dagskrá sem inniheldur einleikstónleika, kammertónleika, raftónleika og innsetningar. Má þar nefna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Hallfríði Ólafsdóttur, Mario Caroli og Martin Kuuskman í einleikarahlutverki, dúó-tónleika Elísabetar Waage og Laufeyjar Sigurðardóttir og tónleika Schola Cantorum en auk þess verður boðið uppá veglega barnadagskrá. Af erlendum tónlistarmönnum Myrka músíkdaga 2019 má nefna Riot Ensemble, Neko 3 og Niels Lyhne Løkkegaard. Þá eru ótaldir árlegir tónleikar Caput, Kammersveitar Reykjavíkur og Nordic Affect.

Nánari upplýsingar má finna á www.myrkir.is