Tix.is

Um viðburðinn

Konur skelfa, klósettdrama í tveimur þáttum eftir Hlín Agnarsdóttur verður leiklesið í Hannesarholti miðvikudaginn 24.október n.k. kl. 20.00.
Leikritið var leikið í Borgarleikhúsinu 1996-1997 og sýnt 75 sinnum. Það var einnig flutt í sjónvarpi 1998 á Stöð 2.
Leikritið fjallar um fmm konur sem fara út að skemma sér í Reykjavík og hittast af og til á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Þar trúa þær hver annarri fyrir löngunum sínum og tilfinningum en rata líka í ýmis vandræði þegar áfengismagnið í blóðinu eykst og músíkin verður háværari. Hljómsveitin Skárrenekkert gerði músíkina við verkið sem síðan var gefin út.

Hlín Agnarsdóttir leikstýrði verkinu á sínum tíma en hlutverkin voru leikin af Önnu Elísabetu Borg, Ástu Arnardóttur, Kjartani Guðjónssyni, Maríu Ellingsen, Steinunni Ólafsdóttur og Valgerði Dan. Nú ætlar þessi sami hópur að stíga á stokk í Hannesarholti og leiklesa verkið á degi Sameinuðu þjóðanna 24.október n.k.

Þórunn Magnea Magnúsdóttir hefur umsjón með lestrinum.