Tix.is

Um viðburðinn

Í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík fær Barokkbandið Brák til liðs við sig söngkonurnar Guju Sandholt og Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað til að færa ykkur sannkallaða Händel-veislu. Þær Guja og Hrafnhildur munu ásamt Brák flytja vel valdar aríur eftir Georg Friedrich Händel ásamt hljóðfæratónlist efitir Händel og samtímamenn hans þá Vivaldi, Sammartini og Galuppi. Tónleikagestum verður boðið í ferðalag þar sem ástir og örlög taka völdin og tónarnir kitla taugaendana líkt og Brák einni er lagið.

Óperudagar í Reykjavík verða haldnir dagana 20. október til 4. nóvember. Eftir nóttina er einn af viðburðum hátíðarinnar.