Tix.is

Um viðburðinn

Við sungum lögin, dönsuðum dansana, klæddumst magabolunum, söfnuðum ljósmyndunum og áttum okkur öll eitt uppáhalds Spice sem endurspeglaði okkar innri mann.

Í dag eru rúm 20 ár síðan heimurinn var þeirra en enn þann dag í dag setjum við lögin þeirra á þegar partýin verða „extra spicy“.
Er ekki komin tími á að heiðra þessi krafta krydd sem voru svo stór hluti af æsku okkar? Hvort sem þú ert eldresst Scary eða Posh með kalt hjarta þá er þetta viðburður sem þú vilt ekki missa af.

Bæði hljómsveit og söngkonur eru öll miklir Spice Girls aðdáendur og hafa verið frá ungum aldri. Þær söngkonur sem koma fram á Græna Hattinum og telja sig helstu Spice Girls aðdáendur landsins eru þær Salka Sól, Elísabet Ormslev, Svala Björgvins, Karitas Harpa og Þuríður Blær.