Tix.is

Um viðburðinn

Óperudagar kynna:

Í STØV segja fimm heillandi brúður í fullri stærð, glóandi sópransöngkona og skuggaleg vera söguna af heimi sem hefur verið leikinn grátt. Nútímasönglagaflokkur sem túlkaður er á dramatískan hátt, dregur fram mynd af því hve litla von er að finna á jörðinni eftir óhjákvæmilegar loftslagshamfarir á heimsvísu í þessari seiðandi og hrífandi brúðudystópíu.

STØVer nýr tónleikur þar sem saman koma fullorðinsbrúðuhönnun og óperusöngur á sviði; fantasía sem býður áhorfandanum inn í mögulega framtíð þar sem siðmenningin og mannkynið hafa fallið fyrir eigin græðgi og þrám. Verkið leitar svara um það hvaða von er að finna um nýtt upphaf eftir að yfirvofandi umhverfishamfarir jarðar okkar hafa skollið á.

Í þessum myrka heimi leika tvær persónur, Tunglið (söngkona) og Skugginn (brúðuleikari) leik með brúðunum sem lokatækifæri til þess að muna og til þess að sameinast. Þau hafa nefnilega orðið vitni af hörmungum mannkynsins.

Við kynnumst hermanninum, blindu móðurinni, gleðikonunni og ruslakarlinum.

Brúðurnar eru úr sílíkoni með raunverulega húð og andlit og eru útkoma margra ára ferlis þess að koma brúðuleik inn í nútímaleikhús fyrir fullorðna. Verkið var frumsýnt í Helsingore í Danmörku í mars 2016 við frábærar móttökur. Síðan þá hefur verkið verið sýnt víðar á Norðurlöndum, í Grikklandi og í Japan.

STØVvar skapað með það að leiðarljósi að listin getur farið með mikilvægt hlutverk í því að vekja fólk til umhugsunar um framtíð plánetunnar okkar.

Sönghefti sýningarinnar má finna hér: http://sewflunkfurywit.dk/wp-content/uploads/2017/09/ST%C3%98V-The-Songbook.pdf

Listrænn stjórnandi: Svend E. Kristensen
Sópransöngkona: Nina Sveistrup Clausen
Leikstjóri og listræn sýn: Jesper Pedersen
Sviðsmynd: Kristian Knudsen
Textasmiður: Neill Cardinal Furio
Tónskáld: Peter Kohlmetz Møller
Búningahönnun: Lise Klitten & Line Bech
Ljósamaður: Mikkel Jensen

Styrktaraðili: Norræni menningarsjóðurinn

http://sewflunkfurywit.dk/stovdust/