Tix.is

Um viðburðinn

Kvöldstund með Bruce Dickinson

Bráðskemmtileg sýning í frásagnarstíl þar sem söngvari Iron Maiden sýnir á sér nýja hlið.

Fylgstu með Bruce Dickinson, einum aðsópsmesta rokkara allra tíma, leggja sviðið í Hörpu undir sig.

Bruce Dickinson er almennt álitinn einn sögufrægasti tónlistarmaður heims en hann hefur verið forsöngvari Iron Maiden í yfir 30 ár, auk þess sem líf hans utan sviðsins hefur verið með miklum ólíkindum.

Rokkgoðsögnin er flugstjóri, farsæll frumkvöðull, bjórbruggari, handritshöfundur, sjónvarpsleikari, útvarpsmaður og fyrrverandi skylmingakappi á heimsmælikvarða.

Dagskrá:  

Fyrri hluti, 45-50 mínútur. :
Sögustund og skyggnur. Hraði og húmor. Fyrstu árin, fyrstu böndin, 30 ár með Iron Maiden, sólóferillinn, að fljúga breiðþotum. Búið ykkur einnig undir vandræðalegar ljósmyndir.

Hlé. Látið ekki kverkarnar þorna, hressing í formi þekktrar tegundar …

Seinni hluti, 45-50 mínútur.  Bruce svarar spurningum úr sal. Spyrjið um það sem ykkur dettur í hig og gangið út frá því að fá hreinskilið og fyndið svar.

Hverjum miða fylgir eintak af endurminningum Bruce, What Does This Button Do.

Bruce Dickinson handskrifaði endurminningar sínar, 170.000 orð, meðan á Book of Souls-heimstúrnum stóð, 2016-17. Hann flaug líka gríðarstórri breiðþotu Iron Maiden á ferðalaginu og skilaði bandinu, starfsfólki þess og búnaði umhverfis hnöttinn, þar sem troðið var upp frammi fyrir smekkfullum íþróttaleikvöngum.

Boeing 747-vélin, Ed Force One, var leigð af Air Atlanta Icelandic.

Metsölubók Bruce komst á topp bókalista NYC Times og Sunday Times og var tilnefnd sem Bók ársins í Bretlandi.

Umsjón: CATWORK