Tix.is

Um viðburðinn

Gamanóperan Þrymskviða eftir Jón Ásgeirsson verður flutt í Norðurljósasal Hörpu 26. og 27. október 2018. Flytjendur eru átta einsöngvarar, Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson og leikstjóri Bjarni Thor Kristinsson.

Þór uppgötvar að hamar hans Mjölnir er horfinn! Þrymur þursadrottinn hefur rænt honum og heimtar Freyju í lausnargjald. Hún er ófáanleg til þess að fórna sér fyrir hamarinn svo Þór fer í kvenmannsgerfi til Jötunheima að endurheimta vopn sitt í fylgd Loka Laufeyjarsonar.

Uppfærslan er í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar og 100 ára fullveldi Íslands. Þrymskviða er fyrsta íslenska óperan, frumflutt árið 1974.

Flytjendur

Þór - Guðmundur Karl Eiríksson baritón
Þrymur - Keith Reed bassi
Freyja - Margrét Hrafnsdóttir sópran
Gríma - Agnes Þorsteinsdóttir mezzósópran
Heimdallur - Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór
Loki - Eyjólfur Eyjólfsson tenór
1. ás - Gunnar Björn Jónsson
2. ás - Björn Þór Guðmundsson
Æsir og þursar -  Háskólakórinn
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson

Óperudagar í Reykjavík verða haldnir dagana 20. október til 4. nóvember. Þrymskviða eftir Jón Ásgeirsson er einn af viðburðum hátíðarinnar.