Tix.is

Um viðburðinn

Lay Low og hljómsveit á Græna Hattinum

Það er heldur betur kominn tími fyrir Lay Low tónleika á Græna Hattinum. Föstudagskvöldið 7. desember mætur hún ásamt hljómsveit og flytur sín helstu lög ásamt nýju efni. Platan hennar “Brostinn strengur” var að koma út á vinyl og verður hann til sölu á sérstöku stemnings verði.

Lay Low hefur átt farsælan feril frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2006 með frumraun sinni “Please Don’t Hate Me”. Platan sló rækilega í gegn, náði strax platinum sölu og sópaði til sín verðlaunum. Í kjölfarið gaf hún út plöturnar “Farewell Good Night’s Sleep” (2008), “Brostinn Strengur” (2011) og “Talking About the Weather” (2013) sem allar hafa fengið frábærar viðtökur bæði hér heima og erlendis.

Ábreiða Lay Low af laginu Jolene naut mikilla vinsælda við útgáfu á öldum ljósvakans og dúett hennar með Ragga Bjarna í laginu "Þannig týnist tíminn" er ennþá í miklu uppáhaldi landsmanna. Ekki láta þig vanta á frábæra tónleika þann 7. desember næstkomandi.