Tix.is

Um viðburðinn

Nýverið gaf söngvarinn Stefán Jakobsson eða Stebbi JAK út sína fyrstu sólóplötu. Hún ber einfaldlega titilinn JAK. 

Platan hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Platan er gríðarlega metnaðarfull og spannar breitt og fallegt litróf og þar sem Stefán sýnir á sér nokkrar nýjar hliðar.
Nú þegar hefur Stefán haldið tvenna tónleika til að fylgja plötunni eftir, annarsvegar á Græna hattinum og hinsvegar í Bæjarbíó Hafnarfirði. Báðir tónleikar þóttu takast mjög vel og var uppselt á báða viðburði.
Nú er komin röðin að kjallara Hard Rock Café á Lækjargötu. Þar mun JAK koma fram ásamt þéttu bandi sem skipa þá:
Hálfdán Árnason Bassa
Birgir Jónsson Trommur
Birkir Rafn Gíslason Gítar

Á tónleikunum verður platan leikin í heild sinni ásamt nokkrum óvæntum og vel völdum ábreiðum.

Kíktu hér til að heyra eitt lagið af nýju plötunni -  Spegilbrot 

Aldurstakmark: 18 ár