Tix.is

Um viðburðinn

Á opnunartónleikum haustdagskrár Múlans verður fagnað að tíu ár eru síðan fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Narodna Muzika sem Haukur Gröndal klarínett- og saxófónleikari hleypti af stokkunum árið 2006 kom út. Af þessu tilefni er harmóníkuleikarinn Borislav Zgurovski frá Búlgaríu mættur til landsins en þeir félagarnir eru að hljóðrita efni fyrir nýja plötu sem áætlað er að komi út á fyrrihluta næsta árs. Leikin verður fjölbreyttr efnisskrá frumsaminna laga og tökulaga frá Búlgaríu, Makedóníu og Grikklandi. Tónleikarnir eru í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn.

Borislav Zgurovski, harmónikka
Haukur Gröndal, klarinett
Ásgeir Ásgeirsson, tamboura, bouzouki og oud
Þorgrímur Jónsson, bassi
Erik Qvick, slagverk