Tix.is

Um viðburðinn

HÁFJALLAMÚSÍK Á JÓLUM er hátíðarheiti tónleika Egils Ólafssonar á annan í jólum, 26. des. nk. og hefjast þeir kl. 17:00, í Eldborgarsal Hörpu. Þar verður farið um víðar lendur tónlistarinnar. Meðal laga eru sígildar íslenskar perlur, lög Þursaflokksins og eins lög úr smiðju Egils af plötum eins og Tifa tifa, Blátt blátt, Angelus Novus, Vetur og einnig lög af nýjustu plötu hans: FJALL.

Egill ætlar einnig að flytja sígræn lög sem eiga það sameiginlegt að hafa fylgt honum gegnum árin, mótað hann og breytt lífi hans. Öll tónlistin er íklædd hátíðarbúningi í flutningi einvala liðs tónlistamanna og -kvenna. Aðeins verður um eina tónleika að ræða.

Tónleikarnir eru 90 mínútur án hlés.

Söngvarar
Egill Ólafsson 

Gestasöngkonur
Diddú
Sigríður Beinteinsdóttir
Sigríður Thorlacius

Hljómsveitar- & músíkmenn
Matti Kallio, harmonika, flautur og tónlistarstjórn
Eyþór Gunnarsson, píanó, Hammond-orgel og ýmis hljómborð
Gunnar Gunnarsson, hljómborð, orgel
Helgi Svavar Helgason, trommur, slagverk
Guðmundur Pétursson, gítarar
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, raf- og kontrabassi
Rúnar Vilbergsson, fagott og slagverk
Egill Ólafsson, slaggígja

Kór
Sönghópurinn við Tjörnina, stjórnandi Gunnars Gunnarssonar

Útsetningar á lögum
Matti Kalio
Egill Ólafsson
Gunnar Gunnarsson
Ríkarður Örn Pálsson

Lýsing & leikmynd
Freyr Vilhjálmsson

Ljósmyndun – útlit & fatnaður
Peter Knutson
Fredrika Åkermark
Egill Ólafsson í samvinnu við Göta Lejon leikhúsið í Stokkhólmi 

Framleiðandi
Göta Lejon Produktion AB í samvinnu við K&E ehf.