Tix.is

Um viðburðinn

Hinir árlegu Hátíðartónleikar Kristjáns Jóhanssonar verða í Eldborg, Hörpu 2. desember.  

Árið 2018 var viðburðarmikið í lífi Kristjáns en hann átti stórafmæli, varð sjötugur í apríl og hann valinn söngvari ársins á siðustu Grímuverðlaunahátíð. Hátíðartónleikarnir hafa ávalt fengið afbragðs viðtökur enda afar glæsilegir í alla staði og í ár verður engin breyting þar á. Bjarni Frímann Bjarnason mun eins og áður sjá um hljómsveitarstjórnun en með Kristjáni á sviðinu verður glæsileg 40 manna hljómsveit ásamt Óperukórnum í Reykjavík og Karlakór Kópavogs. Einnig mun koma fram einvala lið söngvara en þau eru Herdís Anna Jónasdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Aðalsteinn Ólafsson.

Það er að sjálfsögðu stefnt að tónlistarveislu líkt og áður, léttklassískri með skemmtilegum hátíðarbrag.