Tix.is

Um viðburðinn

Ráðstefna um fjármögnunarmöguleika sprotafyrirtækja og nýskapandi verkefna sem haldin verður þann 4. október 2018 á Hilton Reykjavík Nordica. 

Fyrirlesarar verða Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis, Hekla Arnardóttir, stofnandi Crowberry Capital, Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Atvinnumálum kvenna, Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund og Guðmundur Hafsteinsson, vörustjóri hjá Google. 

 Seinni hluta dags verða vinnustofur, þátttakendum að kostnaðarlausu, fyrir þá sem skrá sig snemma til leiks á ráðstefnuna. Ingi Rafn Sigurðsson hjá Karolina Fund mun leiða vinnustofu í gerð árangursríkra hópfjármögnunarherferða og þær Þórunn Jónsdóttir og Hanna Kristín Skaftadóttir hjá Poppins & Partners munu leiða vinnustofur um styrkumsóknaskrif og gerð fjárfestakynninga.

Bakhjarlar ráðstefunnar eru Atvinnumál kvenna, Frumtak, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Svanni - lánatryggingarsjóði. Samstarfsaðilar eru Evris, Icelandic Startups, Karolina Fund og Startup Iceland. 


 Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara má finna hér: https://www.poppinsandpartners.com/fadu-fjarmagn-2018