Tix.is

  • 10. ágúst
  • 11. ágúst
Um viðburðinn

DAGSKRÁ 10. OG 11. ÁGÚST
12:00 - Aðdáendasvæði (Fan Zone) opnar í Laugardalshöll
15:30 - Sætaferðir hefjast á milli Kringlu og Laugardalsvallar
16:00 - Laugardalsvöllur opnar
18:00 - Glowie
18:45 - Zara Larsson
19:45 - James Bay
21:00 - Ed Sheeran
23:00 - Áætluð lok*

*dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara.

VINSAMLEGAST KYNNIÐ YKKUR VEL NÝJAR UPPLÝSINGAR Í EFTIRFARANDI GREINUM UM BÚÐINA Í KRINGLUNNI, MIÐAAFHENDINGU, AÐDÁENDASVÆÐI, SNEMMINNRITUN O.FL.

Dagskráin: senalive.is/ed-dagskra 
Aðáendasvæðið: senalive.is/ed-fanzone 
Snemminritun: senalive.is/ed-innritun 
Búðin í Kringlunni: senalive.is/ed-kringlan 
Spurt og svarað: senalive.is/ed-faq
Mynd af tónleikasvæði: senalive.is/ed-map 

--------------------
UPPSELT Í ÖLL SVÆÐI Á TÓNLEIKANA 10. ÁGÚST

--------------------

SÉRSTAKIR GESTIR: GLOWIE, ZARA LARSSON OG JAMES BAY

GLOWIE er aðeins 21 árs en hefur nú þegar landað plötusamning við Columbia og býr nú í London þar sem hún vinnur hörðum höndum að fyrstu breiðskífu sinni. Fyrstu lögin af plötunni hafa komið út, Body og Cruel, og gengið vel víða um heim. Fjölmargir íslenskir ungir og upprennandi tónlistarmenn komu til greina en það var Ed Sheeran sjálfur sem á endanum valdi Glowie eftir að hafa hlustað á tónlistina hennar.

ZARA LARSSON er ung að aldri en hefur afrekað mikið nú þegar. Aðeins 15 ára var hún með vinsælasta lagið á Norðurlöndunum, "Uncover". Fjórum árum seinna gaf hún út aðra plötu og lög á henni heilluðu heiminn og náðu sæti á vinsældarlistum í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Nýlega gaf hún út lagið "Ruin my Life" sem hefur fengið góða spilun hér á landi og erlendis, en hún stefnir á að gefa út sína þriðju plötu á árinu. Zara seldi upp Laugardalshöllina í október 2017 og komust færri að en vildu. Heimasíða Zöru Larsson

JAMES BAY er breskur söngvari, lagahöfundur og gítarleikari. Árið 2014 gaf hann út lagið "Hold Back the River" sem náði platínum sölu og í kjölfarið gaf hann út plötuna "Chaos and the Calm" sem fór á toppinn  í Bretlandi og Bandaríkjunum. James hefur unnið til ótal verðlauna og verið tilnefndur til Grammy verðlauna þrisvar. Hann gaf út plötuna "Electric Light" í fyrra. James hefur ekki komið áður fram á Íslandi. Heimasíða James Bay

----------

ED SHEERAN heldur tímamótatónleika á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst 2019. Það seldist upp á fyrri tónleikana á skotstundu og var því brugðið á það ráð að bæta við aukatónleikum. Zara Larsson og James Bay hita upp.

Í boði eru fjögur verðsvæði:
- Standandi: 15.990 kr.
- Sitjandi C:   19.990 kr.
- Sitjandi B:   24.990 kr.
- Sitjandi A:   29.990 kr.


STRANGAR REGLUR

Við viljum benda á sérstakar og strangar reglur um miðakaup; einungis er hægt að kaupa 8 miða í einu og eingöngu miðar sem eru keyptir á Tix.is eða í pökkum frá Icelandair eru gildir. Nafn þess sem kaupir fer á miðana og hinir sjö (eða færri) þurfa að ganga inn í tónleikastaðinn með þeim sem keypti miðana. Sá sem keypti miðana þarf að hafa meðferðis skilríki, kvittun, og pappírsmiðana. Lesið ykkur til um alla notendaskilmálana hér að neðan.

SKILMÁLAR 

  1. Miðakaup þín teljast persónubundið og afturkallanleg leyfi til að sækja tónleikana, sem er ávallt í eigu tónleikahaldara.

  2. Miðarnir þínir eru seldir af tónleikahaldara beint til viðskiptavinar. Miðar sem keyptir eru á hátt sem samræmist ekki reglum okkar um miðakaup verða gerðir ógildir.

  3. Þú samþykkir og ert bundin(n) þeim skilmálum sem eiga við þennan viðburð. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar.

  4. Miðar geta einungis verið keyptir í gegnum Tix.is eða í gegnum pakka hjá Icelandair. Allir miðar keyptir í gegnum aðra en þessa aðila verða gerðir ógildir.

  5. Miðahafi verður að vera viðstaddur þegar gengið er inn á tónleikastað. Allir aðrir miðahafar sem eru undir sama nafni þurfa að ganga inn á sama tíma.

  6. Miðinn þinn eða miðar verða samstundis gerðir ÓGILDIR ef þeir eru endurseldir eða BOÐNIR TIL SÖLU.

  7. Til þess að miði sé gildur þarf miðakaupandi ávallt að geta sýnt eftirfarandi, þar á meðal þegar mætir á tónleikastaðinn, svo hann fái aðgang að tónleikunum:

    1. Miðann eða miðana.
    2. Bókunarstaðfestingu.
    3. Gilt skilríki með mynd sem passar við nafnið á bókunarstaðfestingunni.

  8. Þú getur einungis keypt átta miða í einu.

Allar miðareglur hér

Allir skilmálar hér

Umsjón: Sena Live