Tix.is

Um viðburðinn

Þór Breiðfjörð færir áhorfendum fimmta árið í röð sína einstöku blöndu af jólaperlum, gríni og glettni.
Þór setur sinn einstaka stíl á kvöldið með frumlegum útsetningum og eigin textum.
Með honum eru margir af fræknustu hljóðfæraleikurum Íslands í þessum geira.

Sérstakur gestur : Kristjana Stefánsdóttir

Þór var mestallan sinn feril erlendis og hefur meðal annars átt glæstan feril við söngleiki í London. Hann kom heim og vann Grímuna fyrir söng og leik í Les Miserables í uppfærslu Þjóðleikhússins og fékk á þessu ári Grímutilnefningu fyrir Óperudrauginn í Eldborg. Meðal annarra stórsýninga á Íslandi má nefna Jesus Christ Súperstar og Innrásina frá Mars. Þór hefur gefið út þrjár einmenningsplötur, meðal annars jólaplötuna „Jól í stofunni.“
Jólatónleikarnir í Gamla Bíói verða glæsilegri en nokkru sinni og bætast nú blásarar við hljómsveitina. Sérstakur gestur er söngdívan, dómarinn úr „Kórar Íslands”, tónskáldið og leikkonan Kristjana Stefánsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Vignir Þór Stefánsson. Auk hans leikur Jón Rafnsson á kontrabassa, Þorvaldur Halldórsson á trommur, Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu og Snorri Sigurðarson fer fyrir blásarasveit.
Um hljóð sér Sigurvald Helgason og ljósahönnun er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmasonar.

Frábær skemmtun sem sameinar fágaðan flutning, þekkt jólalög, frumleg atriði og létt grín.


MATSEÐILL
Fordrykkur með jólabragði (veitingar sem fylgja sætum í sal)
Freyðivínsglas ásamt 5 jólasnittum og jólakonfekti:
Jólasíld með eplum og dillmauki
Fennelgrafinn Lax með hunangsdressingu,
Tvíreykt Hangikjöt,aðalbláber og kotasæla,
Hreindýra-pate með nornaseyði og Blóðberg
Hunangsgljáður Kalkún með sætkartöflumauki
Jólakonfekt

Grænmetis-seðill (látið Gamla Bíó vita)
Jólabrauð og laufabrauð
Jólarauðbeður með eplum og dillmauki
Grænmetishnetuklattar með fíkjumauki
Sætbasil vegan wings Blómkál og rósmarín

ATHUGIÐ Þegar keyptur er miði í sal er hægt að hafa samband beint við Gamla Bíó og taka frá borð fyrir hópa. Mæta þarf um 90 mínútum fyrir tónleika til að njóta veitinganna.