Tix.is

Um viðburðinn

Allir deyja, mamma. Allir deyja.

Griðastaður er einleikur um dauðleikann, fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy-hillur, bældar tilfinningar, mömmur, sænskar grænmetisbollur, fyrrverandi kærustur, krúttlegar skjaldbökur, einsemd, sniðugar kryddhillur, dauðann, Nockeby-sófa, lífið, sorgina og fleira.

Allir deyja leikfélag þakkar Ikea kærlega fyrir sýndan stuðning.

Sýningin fór fyrst á fjalirnar sem útskriftarverk Matthíasar Tryggva Haraldssonar og sló síðan í gegn haustið 2018 í Tjarnarbíó. Af því tilefni hafa tveimur aukasýningum verið bætt við í ár. 


„... allan tímann veit leikhúsgesturinn ekki hvort hann á að hlæja eða gráta.“ – Elísabet Kristín Jökulsdóttir, rithöfundur og leikhússpekúlant

„... Ég var allt í einu komin með gæsahúð niður í hnésbætur.“ – Silja Aðalsteinsdóttir, Tímarit Máls og Menningar


„Það er hrein unun að hlusta á Jörund fara með orð höfundar.“ – Jóel Enok Kristinsson, Starafugl

Handrit og leikstjórn: Matthías Tryggvi Haraldsson Á sviði: Jörundur Ragnarsson Dramatúrgía: Eydís Rose Vilmundardóttir og Jökull Smári Jakobsson Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Ljós: Egill Ingibergsson og Hafliði Emil Barðason
Búningar og leikmynd: Allir deyja leikfélag