Tix.is

Um viðburðinn

Bolamótið verður aftur á dagskrá þann 22. september! 10 glímur verða á dagskrá og verður aðeins hægt að vinna með uppgjafartaki undir EBI reglum.

Bestu glímumenn- og konur landsins keppa á Bolamótinu í september og munu þrír breskir glímumenn reyna að sigra okkar menn! Þetta er í annað sinn sem Bolamótið er haldið en síðast sáum við Sighvat Magnús Helgason sigra Tom Breese í aðalglímu kvöldsins.

Í aðalglímu kvöldsins að þessu sinni mætast svartbeltingarnir Halldór Logi Valsson og Ben Dyson. Ben er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er einn færasti glímumaður Englands í dag. Ben hefur keppt á sterkum mótum eins og Polaris og sigrað góða glímumenn á borð við Tom Breese, Bradley Hill og fleiri. Þá var hann Englandsmeistari brúnbeltinga 2015 í galla og í nogi 2016.

Halldór Logi Valsson er margfaldur Íslandsmeistari í BJJ og hefur verið að gera það gríðarlega gott á sterkum mótum erlendis undanfarið. Halldór var gráðaður í svart belti af Gunnari Nelson í maí á þessu ári en á síðasta Bolamóti fékk hann verðlaun fyrir skemmtilegustu glímu mótsins ásamt Bjarna Kristjánssyni.

Húsið opnar kl. 18:00 og verður Happy Hour á Drukkstofunni fyrsta klukkutímann en mótið sjálft byrjar kl. 20. Wingman vagninn verður svo á staðnum með vængi en eftir að mótinu lýkur verður eftirpartý á Drukkstofunni. Síðast komust færri að en vildu!

Hér að neðan má svo sjá þær glímur sem verða á dagskrá.

Aðalglímur kvöldsins (10 mín)
Halldór Logi Valsson vs. Ben Dyson
Bjarni Baldursson vs. Tom Caughey
Valentin Fels vs. Liam Corrigan
Inga Birna Ársælsdóttir vs. Ólöf Embla Kristinsdóttir

-HLÉ-

Upphitunarglímur (6 mín)
Vilhjálmur Arnarsson vs. Magnús ‘Loki’ Ingvarsson
Björn Lúkas Haraldsson vs. Eiður Sigurðsson
Bjarki Þór Pálsson vs. Tómas Pálsson
Margrét Ýr Sigurjónsdóttir vs. Adda Guðrún Gylfadóttir
Valdimar Torfason vs. Bjarni Darri Sigfússon
Bjarki ‘The kid’ Ómarsson vs. Pétur Óskar Þorkelsson

Kynnir: Jóhann Páll Jónsson