Tix.is

Um viðburðinn

Ímyndaðu þér að þú værir allt í einu einhleypur í fyrsta sinn síðan áður en snjallsíminn var fundinn upp. Árið 2015 var Jono Duffy í nákvæmlega þessum aðstæðum. Eins og gísl að brjótast upp úr neðanjarðarbyrgi eyddi hann nánast þremur árum af ævi sinni í að læra að fóta sig í stafrænum stefnumótaheimi. Þar sem reglurnar eru óljósar, markaðurinn stútfullur og klamydíufaraldurinn er í uppsveiflu. Jono, búsettur á Íslandi en fæddur í Ástralíu, deilir þessari reynslu sinni í uppistandinu I wouldn’t date me either. Allt frá hörmulegum stefnumótum og misheppnuðum kynlífsævintýrum. Ferðalag sem endaði þegar hann uppgötvaði titil á lagi sem Taylor Swift ætti augljóslega að skrifa: „Maybe I’m the problem“ eða „Kannski er ég vandamálið.“