Tix.is

Um viðburðinn

Danssýning fyrir yngstu áhorfendurna


Skýjaborg er danssýning fyrir yngstu börnin þar sem litir, form, ljós og tónlist tala til barnanna. Verkið fjallar um tvær verur, Sunnu og Storm, sem vakna furðulostnar upp á dularfullum stað. Þar eru sífelld veðrabrigði og verurnar verða því stöðugt að takast á við nýjar aðstæður. Sýningin tekur tæpan hálftíma en í lok hennar er börnunum boðið að koma á sviðið til að leika sér, hitta verurnar og skoða leikmyndina.

Skýjaborg er fyrsta íslenska danssýningin sem er sérstaklega ætluð yngstu áhorfendunum. Hún var frumsýnd í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins í mars 2012. Skýjaborg var tilnefnd til þriggja Grímuverðlauna auk þess að hljóta Menningarverðlaun DV í flokki danslistar.


Danshöfundar: Tinna Grétarsdóttir í samstarfi við hópinn

Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir

Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir og Tessa Sillars Powell

Flytjendur: Inga Maren Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir

Framleitt af: Bíbí og Blaka