Tix.is

Um viðburðinn

„Ég byrjaði bara á þessu í fæðingarorlofinu.
Núna er ég komin með 9 þúsund fylgjendur.“

Júlía er ekta íslensk ofurkona sem gefur sig 110% í allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er eftirsóttur ferlafræðingur með eigið ráðgjafafyrirtæki en nýtt hlutverk hennar í lífinu hefur reynst henni krefjandi - móðurhlutverkið. Í stað þess að horfast í augu við erfiðleika sem fylgja nýja lífinu tapar hún sér í ferlagreiningu, bollakökubakstri og í hlutverki sínu sem Snapchatstjarna. Þegar óumflýjanlegar breytingar vofa yfir hjá fjölskyldunni, reynir hún að endurnýja tengslin við æskuvinukonu sína. Saman ætla þær að skipuleggja grunnskólarejúníon aldarinnar.

Rejúníon er nýtt íslenskt leikverk eftir Sóleyju Ómarsdóttur. Verkið gerist í íslenskum samtíma og varpar ljósi á barneignir, sambönd og samfélagspressu.

Höfundur: Sóley Ómarsdóttir
Leikstjóri: Árni Kristjánsson'
Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir, Sara Martí Guðmundsdóttir og Orri Huginn Ágústsson
Framkvæmdastjórn: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Leikmynd og búningar: Fiona Rigel
Tónlist og hljóðmynd: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Vídjó: Ingi Bekk
Hreyfileikstjórn: Vala Ómarsdóttir