Tix.is

  • Frumsýnd 14. september
Um viðburðinn

Ein frumlegasta mynd ársins og sprenghlægileg ádeila sem sló í gegn á Sundance! Þegar Cassius Green uppgötvar leynda hæfileika sína til að hljóma einsog hvítur sölumaður í síma, virðist allt ætla að ganga honum í haginn. Vinnufélagar hans og kærasta horfa á hann sökkva dýpra og dýpra í hræðilegt net stórfyrirtækja og spilltra ríkisstjórna meðan þau reyna að berjast á móti ofurefli fyrirtækjanna. Cassius eru boðnir gull og grænir skógar af kókaínsjúkum forstjóra – en mun hann standast freistinguna? Súrrealískt grín og ótrúlegar uppákomur sem þú vilt ekki missa af!

Sorry to Bother You er óvæntur smellur sem gagnrýnendur hafa hampað sem ótrúlega djarfri frumraun leikstjóra sem beitir hárbeittu gríni á nýjan og ferskan hátt.