Tix.is

Um viðburðinn

YLJA fagnar 10 ára afmæli í ár og af því tilefni var ráðist í gerð þriðju breiðskífunnar, veglegrar þjóðlagaplötu sem ber nafnið DÆTUR. 

Öll lögin eru útsett af þeim sjálfum og Guðmundi Óskari Guðmundssyni sem átti stóran þátt í gerð plötunnar og stjórnaði upptökum.
Á þessum tímamótum ætla þær að blása til veglegrar tónlistarveislu og flytja nýju plötuna í heild sinni auk þess að grípa í sígild Ylju-lög inn á milli. Sviðið verður hlaðið hljóðfæraleikurum, söngvurum og öðrum hæfileikaríkum gestum undir stjórn Guðmundar Óskars.

Höldum rækilega upp á afmælið í Bæjarbíói og fögnum með Ylju útgáfu nýrrar plötu á ógleymanlegum tónleikum!

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við BRÍÓ og Egils Appelsín.