Tix.is

Um viðburðinn

Í fyrsta sinn á Íslandi verður metsöluhöfundurinn, TEDx fyrirlesarinn og brautryðjandi frumkvöðull í heilsugeiranum Patrick Mckeown með fyrirlestur á Íslandi.

Þetta er einstakt tækifæri til að hlýða á Patrick en þetta er hans fyrsti opni fyrirlestur með þessu sniði, hingað til hefur hann aðallega haldið námskeið fyrir sérstaka hópa fagfólks.

Patrick fer yfir hvernig fólki gefst til dæmis tækifæri á að auka afköst í íþróttum, bæta svefn og orku, vinna bug á einkennum astma og auka almennt heilbrigði og vellíðan. Patrick hefur unnið með einhverjum af helstu íþróttamönnum heims í íþróttum á borð við MMA, lyftingar, hjólreiðar, frjálsar, tennis og amerískan fótbolta.


Nýjasta bók Patrick’s "The Oxygen Advantage”, hefur slegið í gegn á heimsvísu og hefur nú verið gefin út á átta tungumálum.

Bókin er ætluð íþróttafólki sem vill bæta íþróttafærni og fyrir fólk sem almennt vill bæta heilsu, orku og vellíðan á einfaldan og skilvirkan hátt.

Patrick fer yfir einfaldar og vísindalega viðurkenndar aðferðir sem hjálpa þér að:

  • Hámarka árangur í íþróttum og líkamsrækt

  • Hámarka svefngæði og orku

  • Auka einbeitingu

  • Vinna bug á einkennum astma

  • Læra að líkja eftir háfjallaöndun fyrir aukin afköst í íþróttum

  • Bæta hámarkssúrefnisupptöku (VO2 max)

  • Hækka mjólkursýruþröskuld án áreynslu


Er barnið þitt besta útgáfan af sjálfu sér?

Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir og eigandi tannlæknastofunnar Brosið mun einnig fara með áhugavert erindi. Þar fer Hrönn yfir hvernig hægt sé að koma í veg fyrir skakkar tennur hjá börnum með mataræði og öndun og á sama tíma tryggja góða líkamlega og andlega heilsu barna.

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að börn anda sífellt meira í gegnum munninn í stað nefs.

Munnöndun er ekki skaðlaus og hefur mun meiri áhrif á svefn, heilsu og getu í íþróttum en áður var vitað.

Margs konar kvilla er hægt að tengja með beinum hætti við slæman svefn og geta neikvæð áhrif munnöndunar birst í vexti andlits, kjálka og öndunarvegs (til dæmis sem bit og tannskekkjur).

Ef gripið er inn í á réttum tíma með meðhöndlun er hægt að koma í veg fyrir þessa þróun og þannig tryggja að barnið þitt verði besta útgáfan af sjálfu sér.