Tix.is

Um viðburðinn

Rætur er fyrsta hljómplata Kjass þar sem lágstemmdir djasshljómar og áhrif frá íslenskri þjóðlagatónlist skapa eina heild. Tónlistin fellur afar vel að fyrsta kaffibolla á sunnudagsmorgni eða til að ylja sér við á dimmu vetrarkvöldi.

Fyrstu skrefin við gerð hljómplötunnar voru tekin árið 2012 þegar Fanney setti saman hljómsveitina Kjass. Í hljómsveitinni voru Anna Gréta Sigurðardóttir, Mikael Máni Ásmundsson, Birgir Steinn Theodorsson, Óskar Kjartansson ásamt Fanney sem ásamt hljómsveitarstjórn útsetti flest lögin og söng. Kjass hefur síðar þróast og er orðið listamannsnafn Fanneyjar.

Upptökur fyrir hljómplötuna fóru fram í tveimur hlutum, fyrst árið 2012 með hljómsveitinni og síðan 2017, en í það skipti eingöngu með Önnu Grétu og Tómasi R. Einarssyni. Hljómplatan verður aðeins gefin út í 500 eintökum og útgáfan er styrkt af Hljóðritasjóði Rannís, Sparisjóði Suður Þingeyinga og Menningarsjóði FÍH.

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, söngur
Anna Gréta Sigurðardóttir, píanó
Óskar Kjartansson, trommur
Mikael Máni Ásmundsson, gítar
Tómas Leó Halldórsson, bassi

Enginn posi er á staðnum en hægt á nálgast miða í gegn um tix.is eða kaupa þá á staðnum.

Miðaverð 2500 kr