Tix.is

Um viðburðinn

Friðrik Ómar og Rigg viðburðir mæta í Salinn í desember og efna til jólaveislu eins og hún gerist best ásamt hljómsveit og gestasöngvurum. Saman flytja þau fjölbreytta efnisskrá þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér er gleðin við völd og andi jólanna svífur yfir. Síðast seldist upp á sex tónleika og komust færri að en vildu.

Gestasöngvarar verða Garðar Thor Cortes og Margrét Eir Hjartardóttir

Hljómsveitina skipa:

Ingvar Alfreðsson píanó

Jóhann Ásmundsson bassi

Sigurður Flosason blástur og slagverk

Diddi Guðnason slagverk

Kristján Grétarsson gítarar

Jóhann Hjörleifsson trommur

auk Raddsveitar.