Tix.is

Um viðburðinn

Frumsýnt 4. janúar.

„Ég var orðin 50 ára þegar ég uppgötvaði að ég myndi á einhverjum tímapunkti deyja. Ég furðaði mig á því hvernig ég gat komist hjá því í svona langan tíma að horfast í augu við dauðann. Þessi sýning er unnin út frá þessari uppgötvun.” 

Í sýningunni mun Charlotte skoða lífið frá sjónarhóli dauðans og skoða dauðann frá sjónarhóli lífsins. Hvers vegna forðumst við að ræða dauðann? Þarf hann að vera sorglegur og leiðinlegur? Hver segir að við deyjum í raun og veru? Og af hverju er svona erfitt að lifa lífinu lifandi? Charlotte mun ögra sjálfri sér og áhorfendum með því að framkvæma fimm hluti sem hún hefur aldrei áður gert á leiksviði, suma vegna þess að hún hefur ekki þorað því áður. „Ég geri þetta nú eða aldrei, það skiptir ekki máli hvernig þetta fer. Ég er hvort sem er að fara að deyja“. 

„Ég dey“ er þriðji einleikur Charlotte Bøving. Hinir fyrri eru „Hin smyrjandi jómfrú“ 2002 og „Þetta er lífið – og nu er kaffen klar“ 2010. Charlotte var tilnefnd til Grímunnar fyrir báðar sýningarnar.

 

Listrænir stjórnendur:

Höfundur: Charlotte Bøving

Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson

Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir

Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson

Dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson

 

Leikari: Charlotte Bøving

 

Í samstarfi við Opið út.