Tix.is

Um viðburðinn
Tónleikar Ife Tolentino, Óskars Guðjónssonar, Eyþórs Gunnarssonar og Skúla Sverrissonar í Norræna húsinu þann 1. september kl. 21.

Það kostar 2500 kr. á tónleikana. Miðasala fer fram á tix.is og í Norræna húsinu.

Brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino heldur tónleika í Norræna húsinu í tilefni af því að nú eru 16 ár síðan hann kom fyrst til Íslands. Með honum leika þrír kunnir íslenskir tónlistarmenn, Óskar Guðjónsson á saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó og Skúli Sverrisson á bassa.

Þeir munu flytja frumsamin tónverk af næstu plötu Ife í bland við lög af VOCÊ PASSOU AQUI plötu sem tekin var upp á Íslandi og kom út hérlendis, á Englandi og í Brasilíu. Þar að auki verður spiluð tónlist helstu meistara Brasilíu frá fyrri hluta síðustu aldar, þeim Antonio Carlos Jobim, João Gilberto, Chico Buarque, Caetano Veloso, Nelson Cavaquinho, Luiz Gonzaga og fleiri.

VOCÊ PASSOU AQUI:

Ife hefur sagt að hér á Íslandi hafi hann fundið þá tónlistarmenn sem best geta túlkað þá tónlist sem býr í hjarta hans. Vegna þess hafi orðið til sterk vináttubönd sem hafa dregið hann hingað árlega síðan 2002.

Viðburðadagatal Norræna hússins: http://nordichouse.is/event/