Tix.is

Um viðburðinn

To´nlistarha´ti´ðin New Music for Strings hefur verið haldin við góðan orðstír í Danmörku og Bandaríkjunum síðan 2016. Hátíðin sem er einstök á sínu sviði hvað varðar samstarf á milli tónskálda, strengjaleikara og fræðimanna, kemur nú við á Íslandi í fyrsta skipti. Ha´ti´ðin státar af framúrskarandi tónlistarmönnum og fræðimönnum á sínu sviði bæði í ár og fyrri ár og má þar meðal annars nefna meðlimi Emerson strengjakvartettsins, Simon Steen Andersen, Pulitzerverðlaunahafann Du Yun ásamt kennurum og listamönnum úr þekktum evrópskum og bandarískum háskólum. Það að bæta I´slandi i´ ho´pinn styður við það markmið New Music for Strings um að auka samvinnu listamanna a´ Norðurlo¨ndum og Bandari´kjunum.

Hátíðartónleikar New Music for Strings á Íslandi verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu þann 23.ágúst kl. 18:00. Flutt verða verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Derek Bermel, Hafliða Hallgrímsson og Béla Bartók. Einnig er nýr Strengjakvartett eftir Eugene Drucker úr Emerson-strengjakvartettinum á efnisskránni en verkið verður frumflutt í Danmörku aðeins nokkrum dögum fyrr. Á meðal flytjenda eru Eugene Drucker, Guðný Guðmundsdóttir, Henrik Brendstrup, Alicia Valotti, Auður Hafsteinsdóttir, Júlía Mogensen, Gróa Margrét Valdimarsdóttir, Anne Sophie Andersen og The Parhelion Trio.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar newmusicforstrings.org