Miðasala á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 hefst þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 12:00.
Leikurinn fer fram laugardaginn 1. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 14:55
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur landsliðinu, en þegar tveir leikir eru eftir situr liðið á toppi riðilsins.
Í fyrsta sinn verður nú selt í númeruð sæti á leik kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli, en töluverð eftirspurn er eftir miðum á leikinn og er búist við mikilli aðsókn. Miðaverð fyrir fullorðna verður 2.000 krónur og 500 krónur fyrir 16 ára og yngri, en börn þurfa númeruð sæti eins og aðrir. Þeir sem kaupa miða á leikinn fá einnig afsláttarkóða fyrir jafnmarga miða á 50% afslætti á leik Íslands og Tékklands sem fer fram þremur dögum síðar.
Fólk er hvatt til að tryggja sér miða á leikinn í tíma til að forðast biðraðir í miðasölu á leikdegi.