Tix.is

Um viðburðinn

Ed Hamell, sem kemur fram undir sviðsnafninu Hamell on Trial, er þekkt vörumerki í neðanjarðar og andspyrnusenunni vestan hafs hvar hann hefur verið lengi að og unnið með tónlistarmönnum á borð við Mike Watt, Ani di Franco og Henry Rollins. Rætur Hamells liggja í síðpönkinu en hann sækir líka mikið í ýmsa aðra strauma bandarískrar tónlistarhefðar. Hamell nýtur sín vel á sviði og hann nær mjög góðu sambandi við áhorfendur. Hann reytir af sér brandara og sprellar milli þess sem hann hamrar sitt rokk og ról á rúmlega áttræðan kassagítar af þvílíkum krafti að það er engu líkara en að 5 manna hljómsveit standi á sviðinu. Hamell er frábær textasmiður – þeir renna fram eins og jökulá í leysingum, hlaðnir pólítískum boðskap og húmor, oftar en ekki sótsvörtum. Það er því mikill fengur fyrir áhugfólk um kraftmikið gítarpikkandi pönkrokk, flugbeitta samfélagsrýni og leiftrandi húmor á fá kallinn til landsins í sumar.