Tix.is

Um viðburðinn

Berjadagar er árleg klassísk tónlistarhátíð í Ólafsfirði haldin í ágúst. Íslenska sönglagið er afmælisþema Berjadaga 2018 en íslensk sönglög hafa glætt hátíðina lífi allt frá því leikar fóru fyrst fram í Ólafsfirði.

Afmælishelgin hefst í Ólafsfjarðarkirkju á fimmtudagskvöldið 16. ágúst með tónleikum fiðluleikaranna Páli Palomares og Evu? Panitch en með þeim leikur Eva Þyri Hilmarsdóttir á píanó. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar hátíðarkvöldi Berjadaga 2018 í Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 17. ágúst þar sem hann kemur fram ásamt Kristjáni Jóhannssyni og fleiri gestum. Á lokakvöldinu sem fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg, fer norðlenska tvíeykið, Hundur í óskilum, skipað þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki G. Stephensen, höndum um íslenska sönglagið.

Aðrir listamenn sem fram koma á hátíðinni eru Eyjólfur Eyjólfsson, Edda Björk Jónsdóttir, Ave Kara Sillaots, Jón Þorsteinsson, Mikael Máni Ásmundsson, Marína Ósk Þórólfsdóttir. Ólöf Sigursveinsdóttir, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon.

Hátíðin býður upp á dagskrá fyrir alla aldurshópa og er aðgangur ókeypis fyrir 18 ára og yngri. Nánari upplýsingar: www.artfest-berjadagar.is 

Hátíðarpassi: 7.000 kr.  

Dagskrá 16. - 19. ágúst 

Fimmtudagur 16. ágúst kl. 20 - Ólafsfjarðarkirkja

Upphafstónleikar: Páll og Vera
Listamenn: Páll Palomares fiðla, Vera Panitch fiðla, Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó 

Föstudagur 17. ágúst kl 15:30- Dvalarheimilið Hornbrekka
Listamenn: Vera Panitch fiðla, Sigursveinn Magnússon píanó, Edda Björk Jónsdóttir sópran, Ave Kara Sillaots harmónikka 

Föstudagur 17. ágúst kl 20 - Ólafsfjarðarkirkja

Hátíðarkvöld Berjadaga: Bjarni Frímann, Kristján Jóhannsson og fleiri
Listamenn: Kristján Jóhannsson tenór, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Vera Panitch fiðla og Bjarni Frímann Bjarnason píanó 

Föstudagur 17. ágúst kl. 22:15 – Kaffi Klara

Stemning með listamönnum Berjadaga
Listamenn: Edda Björk Jónsdóttir, Ave Kara Sillaots o.fl.                                   

Laugardagur 18. ágúst kl. 12          

Afmælisgöngutúr: Frá Kleifum inn í Árdalinn
María Bjarney leiðir gesti inn í leyndardóma hinnar töfrandi flóru Ólafsfjarða                    

Laugardagur 18. ágúst kl. 20 – Menningarhúsið Tjarnarborg

Hundur í óskilum: Íslenska sönglagið
Listamenn: Hjörleifur Hjartarson og Eirikur G. Stephensen 

Sunnudagur 19. ágúst kl. 10-13 – Kaffi Klara      

Berjabrunch með Marínu og Michael
Listamenn: Mikael Máni Ásmundsson, Marína Ósk Þórólfsdóttir 

Sunnudagur 19. ágúst kl. 11- Ólafsfjarðarkirkja

Berjamessa með tónlist
Listamenn: Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngur, Jón Þorsteinsson söngur og Sigursveinn Magnússon píanó.