Tix.is

Um viðburðinn

Frábær mynd frá leikstjóranum Baltasar Kormáki sem byggð er á ótrúlegum sannsögulegum atburðum. 

Myndin segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Þau þurftu að berjast við 15 metra háar öldur, sem þýðir að þegar skútan hafði náð á topp ölduskafls var fallhæðin á við fimm hæða hús. Í þessum hamagangi fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land...