Tix.is

Um viðburðinn

Kammersveitin Elja stendur fyrir tvennum tónleikum í Tjarnarbíó dagana 10. og 11. ágúst. Tónleikarnir 10. bera yfirskriftina Brot úr minni, með verkum eftir Halldór Eldjárn, Jófríði Ákadóttur, Arnold Schönberg og Joseph Haydn.

 11. ágúst verða tónleikar í samstarfi við Íslandsdeild UNM, undir yfirskriftinni Tvístrun. Þar verða kynnt verk eftir 9 tónskáld sem valin voru í umsóknarferli fyrir samvinnuhátíðina Ung nordisk musik í Bergen í lok ágúst.

 Kammersveitin Elja samanstendur af ungum úrvals hljóðfæraleikurum sem hafa sótt sér kunnáttu beggja vegna Atlantsála. Þau eru flest vel á veg komin með að skapa sér sess sem einleikarar, hljómsveitarspilarar og við hljómsveitarstjórn eða listræna stjórnun. Hljómsveitin var stofnuð árið 2017 og kynnti sig til leiks í íslensku tónlistarlífi í desember 2017 við frábærar viðtökur. Margir meðlima Elju stunduðu saman nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands áður en þeir héldu í frekari háskólanám, en markmið hljómsveitarinnar er að bjóða upp á kraftmikinn og lifandi tónlistarflutning með nánd við áhorfendur og mun hún takast á við allar þær stefnur og form sem hljóðfæraleikararnir leitast eftir að túlka.

www.eljaensemble.com

 Ung nordisk musik (UNM) er árleg tónlistarhátíð og samvinnuvettvangur sem ár hvert stendur fyrir hátíð þar sem 35 tónskáld frá norðurlöndunum koma saman. Fimm landsdeildir standa hver um sig fyririr vali sjö ungra tónskálda fyrir hátíðina ár hvert, og hefur Ísland verið aðili að hátíðinni síðan 1974.

www.ungnordiskmusik.is

Verð tónleikapassa: 4900 

Miða og nánari upplýsingar um staka tónleika má nálgast hér:

Brot úr minni 10. ágúst

Tvístrun 11. ágúst