Tix.is

Um viðburðinn

Tvístrun er tónleikaverkefni Íslandsdeildar UNM unnið í samstarfi við kammersveitina Elju. Það markar nýjan vettvang í starfi félagsins. Á tónleikunum verða kynnt verk eftir þau sjö tónskáld sem halda á samvinnuhátíðina Ung nordisk musik í Bergen í lok ágúst auk tveggja annarra sem valin voru í umsóknarferli um síðustu áramót.

 

Titillinn Tvístrun hefur marglaga merkingu. Verkefnið er tvístrun og angi af meginhátíð Ung nordisk musik, sem síðast var haldin í Reykjavík fyrir rétt tæpu ári. Í öðru lagi eru þau tónskáld og flytjendur sem taka þátt alla jafna tvístruð um ólík tónlistarsvæði innan Evrópu og Norður-Ameríku. Í þriðja lagi viljum við beina gagnrýnu ljósi að faglegri aðgreiningu flytjenda og tónskálda innan samtímatónlistar.

 

Fyrir tónleikana fara fram pallborðsumræður þar sem ætlunin er að grennslast fyrir um eðli UNM sem vettvang og þau tækifæri samstarf flytjenda og tónhöfunda geta haft í för með sér í því samhengi. Hver hefur aðgengi að tónlistarsköpun og eru vinnuaðferðir UNM traustur grundvöllur í umhverfi samtíma- og tilraunatónlistar árið 2018? Pallborðsumræðurnar fara fram samdægurs kl. 15:00 í anddyri Tjarnarbíós.

 

Ung nordisk musik (UNM) er árleg tónlistarhátíð og samvinnuvettvangur þar sem ár hvert koma saman 35 tónskáld frá norðurlöndunum. Fimm landsdeildir standa fyririr vali sjö ungra tónskálda á hátíðina ár hvert, og hefur Ísland verið aðili að hátíðinni síðan 1974.

www.ungnordiskmusik.is

 

Kammersveitin Elja samanstendur af ungum úrvals hljóðfæraleikurum sem hafa sótt sér kunnáttu beggja vegna Atlantsála. Þau eru flest vel á veg komin með að skapa sér sess sem einleikarar, hljómsveitarspilarar og við hljómsveitarstjórn eða listræna stjórnun. Hljómsveitin var stofnuð árið 2017 og kynnti sig til leiks í íslensku tónlistarlífi í desember 2017 við frábærar viðtökur.

www.eljaensemble.com

 

Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi:

 

Bára Gísladóttir – Devotcha watch her garbles fyrir bassaflautu, bassaklarínett, hörpu og slagverk

Fjóla Evans – Eroding fyrir altflautu, bassaklarínett, píanó, víbrafón, fiðlu og selló

Gísli Magnússon – Aurora fyrir flautu, klarínett, fiðlu, selló og píanó (frumflutningur)

Gunnlaugur Björnsson – Svíta fyrir rafgítar, strengjakvartett, slagverk, rafhljóð og myndvörpun

Gylfi Gudjohnsen – Gítarkvintett fyrir gítar, tvær fiðlur, víólu og selló

Inga Magnes Weisshappel – PTSD fyrir píanó, flautu, strengjakvintett, kammerkór, rafhljóð og myndvörpun

Ingibjörg Friðriksdóttir – Hulduorka fyrir rafhljóð

Katrín Helga Ólafsdóttir – Litasinfónían fyrir 3 fiðlur, víólu, selló, kontrabassa, bassaflautu, bassaklarínett, vibrafón og píanó

Örnólfur Eldon – Kaprísa - fyrir rælni fyrir fiðlu og umhverfishljóð

 

Miðaverð: 3300 kr.

Nemendur, eldri borgarar og öryrkjar: 2300 kr (aðeins selt í miðasölu Tjarnarbíós gegn framvísun skírteinis)

Elja: Brot úr minni 10. ágúst

Passi á Brot úr minni með Elju 10. ágúst og Tvístrun: 4900