Tix.is

Um viðburðinn

Kammersveitin Elja samanstendur af ungum úrvals hljóðfæraleikurum sem hafa sótt sér kunnáttu beggja vegna Atlantsála. Þau eru flest vel á veg komin með að skapa sér sess sem einleikarar, hljómsveitarspilarar og við hljómsveitarstjórn eða listræna stjórnun. Hljómsveitin var stofnuð árið 2017 og kynnti sig til leiks í íslensku tónlistarlífi í desember 2017 við frábærar viðtökur. Margir meðlima Elju stunduðu saman nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands áður en þeir héldu í frekari háskólanám, en markmið hljómsveitarinnar er að bjóða upp á kraftmikinn og lifandi tónlistarflutning með nánd við áhorfendur og mun hún takast á við allar þær stefnur og form sem hljóðfæraleikararnir leitast eftir að túlka.

 

Elja stígur hér aftur á svið með glæsilegt og fjölbreytt tónleikaprógram, en sveitin mun frumflytja verk tileinkað sveitinni eftir Halldór Eldjárn og mun leika nokkur lög með söngkonunni JFDR (Jófríði Ákadóttur). Auk þess mun Elja flytja tvö klassísk verk fyrir kammersveit, en þau eru fyrsta kammersinfónía Schönbergs og Kveðjusinfónían eftir Haydn.

 

Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi:

 

Halldór Eldjárn: Brot úr minni / Voice Memos

Arnold Schönberg: Kammersinfónía nr. 1

Jófríður Ákadóttir: JFDR

Joseph Haydn: Kveðjusinfónían

 

Almennt miðaverð: 2900

Nemendur, eldri borgarar og öryrkjar: 2100 (aðeins selt í miðasölu Tjarnarbíós gegn framvísun skirteinis)

Elja x UNM: Tvístrun 11. ágúst

Passi á báða viðburði á Brot úr minni og Tvístrun: 4900