Tix.is

Um viðburðinn

Staður: Gullteigur, Grand Hótel
Stund: 8.september kl 13:00

Flytjendur: Katrín Halldóra Sigurðardóttir - söngur, Haukur Gröndal - saxofónar, Snorri Sigurðarson - trompet, - Ásgeir Ásgeirsson - gítar, Þorgrímur Jónsson - bassi, Erik Qvick - trommur


Söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir ásamt Hauki Gröndal og hljómsveit hans Arctic Swing Quintet mun sjá um sveifluna á eftirmiðdagstónleikum Jazzhátíðar þar sem hefðin er í heiðri höfð. Efnisskrá Arctic Swing Quintet samanstendur af lögum frá gullaldarárum jazzins 1927-1945 í skemmtilegum útsetningum þar sem áherslan er á sveiflu, lagræn sóló og almennan hressleika. Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Ellýar Vilhjálms í Borgarleikhúsinu og hlaut Grímuna fyrir sem söngkona ársins mun syngja sínar uppáhalds dægur- og jazzperlur.