Tix.is

Um viðburðinn

Staður: Gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsholti
Stund: 8.september kl 23:00
Flytjendur: Sam Healey - saxófónn og hljóðgervlar, Craig Hanson - trommur og hljóðgervlar

Una Stef band: 00:00
Flytjendur: Una Stefánsdóttir - söngur, Daníel Helgason - gítar, Baldur Kristjánsson - rafbassi, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir - trommur, Albert Sölvi Óskarsson - baritónsaxófón, Sólveig Moravék - tenórsaxófón, Elvar Bragi Kristjónsson - trompet

Hljómsveitin Skeltr var nýlega listuð í Jazzwise tímaritinu sem "Nýju bandi 2018 til að fylgjast með". Markmið meðlima Skeltr er að uppfylla þarfir hlustenda með gildishlöðnum kraftmiklum tónum fyrir alla að njóta. Bandið á uppruna sinn í Manchester og tónlistin að mesta samin af saxófónleikara hljómsveitarinnar.

Skeltr slóst nýlega í för með LA bandinu Knower sem upphitunarband á tónleikaferð þeirra um Bretland. Skeltr ferðast hratt upp metorðastiga jazzheima en einstakur hljóðheimur þeirra, samblanda af dáleiðandi hryni, krefjandi spunasólóum, sömplum, hjóðgervlum og einstök sviðframkoma er eitthvað sem á erendi við alla tónlistarunnendur.

Louis Cole, Knower:
“Skeltr are Hot as Hell”

Steve Mead frá Manchester Jazz hátíðinni sagði:
“An electrifying new duo in which Sam Healey’s roaring sax lines soar above Craig Hanson’s drum patterns, electronic soundscapes and samples, manipulated live in the moment: a striking, expansive sound with a buzzing energy at its core.”

Tónleikar Skeltr á Jazzhátíð eru hluti af síðla kvölds dagskrá hátíðarinnar í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsholti Laugardagskvöldið 8.september. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 og Hljómsveit Unu Stef lokar svo kvöldinu.

Söngkonan og lagasmiðurinn Una Stef hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár en hún hefur heillað landann með sálar-og djassskotnum lögum sínum líkt og “Mama Funk” og útvarpssmellinum “The One” sem fékk jafnframt tilnefningu sem lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár auk þess sem Una sjálf var tilnefnd sem söngkona ársins.

Í grunninn er Una djassari í húð og hár en hún hefur t.d. komið fram með Stórsveit Reykjavíkur og hinum á ýmsum jazzkonsertum en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Á efnisskránni verða lög eftir Unu ásamt einstaka tökulögum en áhorfendur geta átt von á því að vilja dilla sér með kraftmikilli hljómsveit og söng Unu Stef.