Tix.is

Um viðburðinn

Staður: Iðnó
Stund: 7.september kl 19:30
Flytjendur: Óskar Guðjónsson - saxófónn, Matthías Hemstock - Trommur, Richard Andersson - kontrabassi 

Danska tónskáldið og kontrabassaleikarinn Richard Andersson settist tímabundið að á íslandi árið 2013til að kanna íslenska menningu og tónlistarsenu. Honum var tekið fagnandi á meðal íslenskra jazztónlistarmanna. Það var óhjákvæmilegt fyrir Richard að máta bassatóna sína við leik saxófónleikarans Óskars Guðjónson og trommuleikarans Matthías Hemstock. Það var upphafið að bandinu NOR.

Uppistaða efnisskrár hljómsveitarinnar eru tónsmíðar eftir Richart og Óskar, en þeim mætti lýsa sem tærum og einföldum, þó svo að samleikur og meðferð hljómsveitarinnar geti verið margslunginn og avantgard-isminn skammt undan. Markmið hljómsveitarinnar er ávalt að leyfa ljóðrænni lýrík að kristallast í grunni sem gefur listamönnunum þremur færi til að leita inn á við.

Á 4 ára æviskeiði sínu hefur hljómsveitin víða komið við og leikið svo mikið sem 80 tónleika á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Tónleikar NOR á Jazzhátíð eru útgáfutónleikar 2. hljómplötu sveitarinnar. Tónleikarnir fara fram í Iðnó, föstudaginn 7.september.