Tix.is

Um viðburðinn

Staður: Tjarnarbíó
Stund: 7.september kl 19:30
Flytjendur: Sigmar Þór Matthóasson raf- og kontrabass, Jóel Pálsson - saxófónar og klarinett, Helgi Rúnar Heiðarsson - saxófónar og klarinett, Snorri Sigurðarson - trompet og flugelhorn,
Kjartan Valdemarsson - píanó, Magnús Trygvason Eliassen - trommur 

Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gefur út sína fyrstu sóló plötu í sumar en upptökur fóru fram í Sundlauginni fyrr á þessu ári. Hann fagnar útgáfunni með tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur í Tjarnarbíó föstudagskvöldið 7.september kl. 19:30. Tónlistinni, sem öll er frumsamin, má lýsa sem kraftmikilli blöndu af jazzi, poppi og rokki sem ber keim af nokkurri ævintýramennsku en þó stöðugleika á köflum. Verkin á plötunni eru mörg hver samin á meðan Sigmar bjó í Bandaríkjunum, þar sem hann var í námi. Tónlistin einkennist af mikilli ævintýraþrá en þó jafnframt heimþrá. Heimþráin tók sér fótfestu í norðurljósunum og því mörg verkanna innblásin af þeim, óútreiknanleg en samt svo ótrúlega falleg. Togstreitan á milli þessara tveggja þátta, að halda á vit ævintýra á nýjum slóðum en um leið er eitthvað sem togar mann heim, eru áberandi í verkunum og skapa þannig góðan heildartón. Hljómsveitina skipa auk Sigmars á raf- og kontrabassa, þeir Jóel Pálsson og Helgi Rúnar Heiðarsson á saxófóna, Snorri Sigurðarson á trompet, Kjartan Valdemarsson á píanó og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.