Tix.is

Um viðburðinn

Staður: Tjarnarbíó
Stund: 6.september kl 21:30
Flytjendur: Sunna Gunnlaugsdóttir - píanó, Verneri Pohjola - Trompet, Scott McLemore - trommur, Þorgrímur Jónsson - kontrabassi 

Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur fengið hverja glimrandi gagnrýnina á fætur annari undanfarin ár fyrir næmt samspil og fágaða nálgun sem vísar jafnt í norrænar sem og bandarískar rætur.

Tríóið hélt til Finnlands síðast liðið haust og lék ásamt einum fremsta trompetleikara Finna, Verneri Pohjola, á Jazzhátíð Tampere þar sem Pohjola tók á móti verðlaunum fyrir framúrskarandi framlag sitt til finnsks jazz . Tríóið ásamt Pohjola hélt því næst í upptökuver Síbelíusarakademíunnar og hljóðritaði disk sem verður gefinn út á Jazzhátíð 6. september.

“Þéttur og djúpur tónn hans, sem læðist inná svið flygilhorns, og þokukennd syngjandi lýrík, fléttast vel við þokka tríósins sem minnir af og til á Cörlu Bley"— Kevin LeGendre, Jazzwise