Tix.is

Um viðburðinn

Staður: Hannesarholt
Stund: 6.september kl 19:30 og 21:30
Flytjendur: Sigurður Flosason - altsaxófónn, Lars Jansson - píanó 

  Sigurður Flosason og sænski píanóleikarinn Lars Jansson hafa þekkst í nokkur ár og spilað talsvert saman. Á síðasta ári hljóðritaði Sigurður plötuna „Green Moss Black Sand“ með trío Lars í Gautaborg. Sú plata hefur fengið frábæra dóma og gríðarlega góðar viðtökur á Spotify þar sem um 200.000 manns hafa streymt lögum af plötunni.

Nú leggja Lars og Sigurður upp með dúo tónleika þar sem áhersla verður á tónsmíðar þeirra beggja en ekki óhugsandi að vel valdir sígildir og sígrænir ópusar fylgi með. Hinn frábæri Steinway flygill, nánd og hljómburður Hannesarholts munu ramma inn eftirminnilega fund þessara tveggja listamanna.