Tix.is

Um viðburðinn

Dea sonans var stofnaður snemma árs 2018 í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz, sem vann til verðlauna árið 2017 á Íslensku tónlistarverðlaununum sem Tónlistarviðburður ársins í flokki Djass & Blús. Kvartettinn flytur aðallega frumsamda tónlist meðlima af fjölbreyttum toga, allt frá latíntónlist til rólegs kammerdjass, en einnig er gripið til þekktra jazzstandarda í útsetningum meðlima.

Dea sonans skipa Alexandra Kjeld á kontrabassa, Rósa Guðrún Sveinsdóttir á saxófónn og þverflautu, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básunu, fiðlu og slagverk og Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó. Söng annast Alexandra, Rósa og Sigrún. 

 

Um flytjendur:

Dea sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlistarkonum. Hann er tilkominn í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz sem hefur það að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna á djassgrundvelli. Tónleikaröðin vann til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem Tónlistarviðburður ársins í flokki Djass & Blús árið 2017.

Kvartettinn spilar aðallega frumsamda tónlist meðlima. Tónlistin er af fjölbreyttum toga, allt frá latintónlist til rólegs kammerdjass. Hún er í senn lýrísk og aðgengileg og bæði sungin og instrumental.

Upptaka afflutningi Dea sonans frá Íslensku tónlistarverðlaunum mars 2018.

 

Dea sonans er:

Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxófónn/þverflauta og söngur

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, básúna/fiðla/slagverk og söngur

Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó

Efnisskrá tónleika í Hannesarholti:

Megináherslan verður á frumsamda rytmíska tónlist með latin og djass í aðalhlutverki, en einnig er gripið til þekktra jazzstandarda í útsetningum meðlima.

Boðið er uppá kvöldverð í Hannesarholti í sumar alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga við lifandi píanótónlist. Borðapantanir í síma 511-1905 og á hannesarholt@hannesarholt.is

------------

Dea sonans was founded early in 2018 as a result of the award winning concert series Freyjujazz, named after the norse goddess of love, fertility and war; Freyja. The quartet plays a versatile mixture of original compositions and known jazz repertoire standards, elegantly arranged for the group's instrumentation. Dea sonans features Alexandra Kjeld on double bass and vocals, Rósa Guðrún Sveinsdóttir on vocals, saxophone and flute, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir on trombone, violin, vocals and percussion, and Sunna Gunnlaugsdóttir on piano.