Tix.is

Um viðburðinn

Imogen Heap er ótrúlega skapandi tónlistarkona sem ástæðulaust er að reyna að skilgreina, enda svífur hún léttilega milli tónlistargreina. Hún þykir einhver áhugaverðasti lagahöfundur samtímans og er meðal fjölmargra músíkanta sem taka upp og framleiða eigin tónlist.

Hún tekur ríkan þátt í Mycelia, sem er vettvangur fyrir tónlistarfólk til að dreifa sköpun sinni og efla tengsl í von um sanngjarnari umbun fyrir sköpun sína.

Það væri hægt að segja tónlist hennar vera draumkennt elektrónískt popp sem teiknar upp óræðar víddir, en það dugar ekki til.  

Tónlist hennar talar sjálf sínu máli.