Tix.is

Um viðburðinn

Svavar Knútur, söngvaskáld og sagnamaður, heldur tónleika í Hannesarholti fimmtudaginn 12. júlí næstkomandi kl. 20.00.

Á dagskrá verða bæði frumsamin lög, bæði ný og gömul, auk sígildra íslenskra sönglaga. Þá munu nokkrar sögur verða sagðar, undarlegar og
 
lifandi, sannar og lognar. Svavar Knútur hefur undanfarin ár getið sér gott ár sem söngvaskáld og sagnamaður og hafa útgáfur hans af 

sígildum íslenskum sönglögum vakið mikla athygli. Þar spilar sterkt inn að Svavar tekur lögin algerlega niður í kjarnann og leikur þau og 

syngur á sinn einfalda og látlausa hátt.

Svavar Knútur hefur gefið út fjórar sólóplötur hjá Dimmu Útgáfu auk fleiri platna í samstarfi við aðra listamenn, þar á meðal Kristjönu 

Stefánsdóttur og Ragnheiði Gröndal.

Miðaverð er krónur 2.000 og ókeypis er fyrir börn í fylgd með foreldrum.